Fara í efni

Bryggjudagar í Langanesbyggð

Til baka í viðburði
Hvenær
16.-20. júlí
Hvar
Klukkan
17:00-12:00

Bryggjudagar í Langanesbyggð

Byggudagar eru árleg bæjarhátíð haldin á Þórshöfn. Hátíðin stendur yfir í nokkra daga og býður upp á fjölbreytta og lifandi dagskrá sem höfðar til fólks á öllum aldri. Markmiðið með hátíðinni er að efla samfélagsanda, styrkja tengsl milli íbúa og bjóða gestum að upplifa einstaka menningu og stemningu staðarins.

Dagskráin er bæði skemmtileg og fjölskylduvæn. Þar má nefna hagyrðingakvöld, pílumót sérstaklega ætlað unglingum, og litlahlaup sem leiðir þátttakendur um götur þorpsins. Fyrir yngstu gestina eru hoppukastalar og leikir, og fyrir þau eldri eru barsvar með skemmtilegum spurningum og dansleikur fram á nótt með hljómsveitinni Hvanndalsbræðrum.

Auk þess má finna markaði með handverki og heimagerðum vörum, listasýningar, tónlistaratriði. Hátíðin endurspeglar hlýlegt samfélag Þórshafnar og býður bæði heimafólki og gestum að taka þátt í gleðinni.

Stakir viðburðir sem kosta á bilinu 1500kr-6500kr

Aðrir viðburðir

18. jún

Leikhópurinn Lotta sýnir Bakkabræður

Sauðárkrókur
24. jún

Hjartanæring á sumarsólstöðum

Lystigarður Akureyrar, Eyrarlandsvegur, Akureyri