Fara í efni

Tour de Ormurinn

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 16 ágúst
Hvar
Klukkan
08:00-17:00

Tour de Ormurinn

Tour de Ormurinn er hjólreiðakeppni á austurlandi.
Keppnin hóf göngu sína árið 2012 og hefur keppandafjöldi farið stigvaxandi síðan þá.
Hjólaleiðir eru þrjár. 68 km hringurinn er vinsælasta leiðin en einnig er boðið upp á 103 km hring og 26 km leið.
 
Keppnin er opin öllum 12 ára og eldri. Hjólað er umhverfis Löginn í styttri hringnum en inn í botn Fljótsdals í þeim lengri. Startað er í hringina frá Egilsstöðum og 26 km leiðin hefst í Hallormsstað.
Endamark er staðsett á Egilsstöðum. Mikil áhersla er lögð á öryggismál, unnið er í góðu samstarfi við lögregluna.
Fjöldi sjálfboðaliða kemur að framkvæmd keppninnar og hafa skipuleggendur keppninnar fengið mikið hrós frá þátttakendum fyrir öfluga og sýnilega brautarvörslu.

Skráning: https://netskraning.is/tourdeormurinn/

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað