Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar - Jón Ólafsson og Hildur Vala
Hildur Vala og Jón Ólafsson eru bæði landskunn fyrir tónlist sína. Þau hafa komið víða við á löngum ferli en Jón er m.a. meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk, einni langlífustu popp- og rokkhljómsveit Íslands, og Hildur Vala hefur verið í fremstu röð íslenskra tónlistarkvenna allt frá því hún sté fram á sjónarsviðið árið 2005 þegar hún sigraði Idol-Stjörnuleit. Á tónleikunum munu þau spila uppáhalds lögin sín auk tónlistar úr eigin safni en þau hafa hvort um sig gefið út þrjár sólóplötur.