Fara í efni

Opnun myndlistarsýningar Elínar Elísabetar í Glettu

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 12 júlí
Hvar
Gletta, Hafnarhúsi, Borgarfjarðarhöfn
Klukkan
17:00-19:00

Opnun myndlistarsýningar Elínar Elísabetar í Glettu

Þriðja sýningin í sýningarröð Elínar Elísabetar í Glettu á Borgarfirði eystri. Verkin eru máluð í Álfaborginni á Borgarfirði og sýna lággróður og grjót, fléttur og skófir, innilegt samtal við umhverfið. Ljóð spila stórt hlutverk í málverkunum og ef vel er að gáð sjást prentaðar línur innan um pensilstrokurnar.

Elín Elísabet (f. 1992) er myndlistarmaður og teiknari sem ver sumrunum sínum í að mála úti í móa. Elín hefur verið tíður gestur á Borgarfirði eystri frá árinu 2011, þegar hún fékk fyrir hálfgerða tilviljun vinnu í Fiskverkun Kalla Sveins. Meiri upplýsingar má finna á www.elinelisabet.com.

Sýningin er styrkt af Menningarstyrk Múlaþings.

Enginn aðgangseyrir

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað