Fara í efni

Næstum þögn – Sigga Ella

Til baka í viðburði
Hvenær
6. ágúst - 8. september
Hvar
Skriðuklaustur, Gunnarshús, Fljótsdalshreppur, Eastern Region, 701, Iceland
Klukkan
14:00

Næstum þögn – Sigga Ella

Gallerý Klaustur

Opnun fer fram 6.ágúst klukkan 14:00

Sýningin stendur til 8.september

Sjónræn dagbók 3.febrúar 2022.
Það birtir aftur- næstum áþreifanleg orka í loftinu, kraftur og fegurð. Vonin og ofbirtan eftir allt myrkrið, manngæskan og jarðgæskan, litirnir og glitrið. Sveiflurnar í veðrinu og um leið sköpuninni. Vetrarhljóðin orðin hluti af manni, marrið í snjónum og næstum þögnin.

Sigga Ella, fædd 1980 á Akureyri, útskrifaðist frá Ljósmyndaskólanum í Reykjavík og er nú búsett í höfuðborginni. Hún hefur tekið þátt í tveimur af vinnustofum Mary Ellen Mark, fyrst árið 2012 sem nemi og árið 2014 þegar hún fékk styrk frá IFTA til að sækja námskeiðið sem nemandi. Sigga hefur undanfarin ár getið sér gott orð sem ljósmyndari og hægt er að kynna sér verk hennar á www.siggaella.com

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað