Fara í efni

Myndvefnaður með Ragnheiði Björk Þórsdóttur

Til baka í viðburði
Hvenær
10.-11. júní
Hvar
Hallormsstaðaskóli
Klukkan
09:00-16:00

Myndvefnaður með Ragnheiði Björk Þórsdóttur


Helgina 10. – 11. júní 2023

kl. 09:00 - 16:00
Námskeiðsgjald 42.500 kr.

Námskeiðslýsing

Á helgarnámskeiði í myndvefnaði læra nemendur að setja upp í ramma fyrir myndvefnað, stærð á myndum ca. 10 x 15 cm og 25 x 40 cm. Unnar eru tvær myndir, ein lítil sem tekur einungis tvo til þrjá klukkutíma en síðan stærri mynd sem unnið er að í það sem eftir er námskeiðs. Nemendur fá innsýn inn í ýmsar aðferðir til að vinna skissur fyrir vefnað t.d. með vatnslitum eða trélitum. Þeir læra að velja sér þráð í myndvefnað og nota ýmsar gerðir að garni. Nemendur kynnast ýmsum tækniaðferðum í myndvefnaði s.s. tengingar, litblöndun og frágang á ofnum verkum.


Innifalið
Allur efniskostnaður samkvæmt verkefnum sem lögð eru fyrir þátttakendur og afnot af áhöldum til verkefnavinnu. Vatn, kaffi og te í boði á námskeiðstíma.
 
_____________________________________________________________
Dvöl í Hallormsstaðaskóla
Njóttu þess að dvelja í Hallormsstaðaskóla á námskeiðstíma með skóginn umvafinn í kringum þig. Gisting getur verið stykrhæf hjá þínu stéttarfélagi.
 
Gisting í einsmanns herbergi án baðs 6.500 kr. nóttin. (Fjöldi herbergja 8)
Gisting í tveggjamanna herbergi án baðs 11.000 kr. nóttin. (Fjöldi herbergja 4)
Gisting í tveggjamanna herbergi með baði 16.000 kr. nóttin. (Fjöldi herbergja 2)
Öll herbergi eru með uppábúnum rúmum og handklæðum.
Snyrtingar eru að finna á þremur stöðum í húsinu.
Reynum að verða við öllum beiðnum um herbergjategund.

Fæði
Í Hallormsstaðaskóla nýtum við mikið af staðbundnu hráefni úr matarkistu Austurlands. Reynt er að forðast að kaupa mikið unnar vörur og vinnum frekar allt frá grunni sjálf.
Hálf dags fæði 2.950 kr. dagurinn (morgunverður / hádegisverður).
Morgunverðarhlaðborð frá kl. 8:15 - 8:45
Hádegisverður kl. 12
Kvöldverður er ekki í boð en góð aðstaða er til eldamennsku í skólanum. Hótel Hallormsstaður er í göngufæri sem er með opið fyrir kvöldverð auk annarra veitingastaða á Egilsstöðum og nágrenni. Vök baths býður upp á náttúrlaugar og bistro. Hvetjum alla til að ná sér í Austurlands appið (appelsínugul stjarna) þar er að finna tilboð og helstu veitingastaði á svæðinu.

__________________________________________________________
Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Stéttarfélög geta beðið skólann um staðfestingu á þátttöku. Með því að gefa upp stéttarfélagið þitt hér að neðan veitir þú skólanum leyfi til að senda staðfestingu um þátttöku til félagsins.

Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til hskolinn@hskolinn.is
42.500 kr.

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað