Fara í efni

Bras menningarhátið

Til baka í viðburði
Hvenær
14. september - 11. október
Hvar
Austurland
Klukkan

Bras menningarhátið

UPPTAKTURINN Á AUSTURLANDI

 • tónlistarmiðstöð Austurlands 

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, slær taktinn á ný þegar opnað verður fyrir umsóknir á Austurlandi á BRAS þann 14. september. 

Krakkar í 5.-10. bekk hafa tækifæri til að senda inn drög að tónverki og komast inn í vinnustofur sem haldnar verða í janúar 2021 og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna eina helgi í byrjun næsta árs. Höfundar valinna verka fá aðgang að tónsmiðjum í Tónlistarmiðstöðinni og í framhaldi tilnefnir dómnefnd einn ungan, austfirskan tónsmið til áframhaldandi þátttöku í smiðjum á vegum Upptaktsins í Reykjavík. Tónsmiðurinn ungi fær þannig að taka þátt í Upptaktinum í Reykjavík, vinnustofum og tónleikum í Hörpu á vormánuðum.

Aldur: 5.-10. Bekkur
Umsóknarfrestur: Opnað verður fyrir umsóknir 14. september og verður opið til 30. október.
Tónverk skulu send á tonleikahus@tonleikahus.is í síðasta lagi 30. október 2020. Verkin verða yfirfarin nafnlaus af dómnefnd. Upplýsingar um nafn, aldur og skóla höfundar þurfa að fylgja verkinu sem og símanúmer og tölvupóstfang.

SPOR

 • 11:00  14:00
 • Valhöll 

Tvær sýningar laugardaginn 19. september. Sú fyrri kl. 11:00 en sú síðari kl. 14:00. 
Tvær sýningar sunnudaginn 20. september. Sú fyrri kl. 11:00 en sú síðari kl. 14:00.

SPOR er dansinnsetning fyrir börn á aldrinum 4 til 6 ára. Verkið fjallar um orkuna í náttúrunni og í okkur sjálfum í gegnum dansinn, innsetningar og tónlist. SPOR er könnunarleiðangur þar sem leitað er að galdrinum sem felst í orkunni, um kraftinum sem býr í öllu. Áhorfendum er boðið inn í heim þar sem orkan er allt um kring, sjáanleg, heyranleg og snertanleg

Sýningartími:
40 mínútur.

Aldurshópur: 4 til 6 ára.

Miðaverð: Sýningin er öllum að kostnaðarlausu en panta þarf miða á SPOR þar sem gæta þarf að fjölda en aðeins 30 börn geta komið á hverja sýningu.

Miðapantanir í síma: 8690318 / 8944321 frá 13.00 til 18.00 virka daga.

SÝNING LILAÏ LICATA ÞAR SEM KYNNTAR ERU MYNDSKREYTINGAR ÚR NÝRRI BÓK JÓNS PÁLSSONAR

 • Herðubreið

HVAÐ: Opnun sýningar Lilaï Licata í Gallerí Herðubreið þar sem kynntar eru myndskreytingar úr nýrri bók Jóns Pálssonar. Myndskreytingarnar eru frá börnum sem tóku þátt í smiðjunni „Myndskreytingar námskeið“ á Seyðisfirði í sumar. Sýningin mun ekki aðeins kynna listaverk barnanna heldur sökkva áhorfandanum inn í listasmiðjuna og sköpunarferlið sjálft.

Bók Jóns Pálssonar er aðgengileg á bókasafni Seyðisfjarðar til 18.sepetmber, eftir það verður hún til sýnis á myndlistarsýningu barna í Herðubreið, til 11.október.

Tími: Opnunin hefst kl. 13:00

Aldur: Allir velkomnir, en börn skulu vera í fylgd foreldra

Enginn aðgangseyrir og allur efniviður innifalinn í þátttöku

HVAR: Herðubreið menningar og felagsheimili, Austurvegur 4, 710 Seyðisfjörður

Tími: Frá kl. 14:00–16:00 19.september 

Skráning á  info@herdubreidsfk.is

TJÁÐU ÞIG - HREYFISMIÐJA DANSSKÓLA AUSTURLANDS

 • 20.sep: 13:00  14:00
 • Herðubreið 

Tjáðu þig - Hreyfismiðja Dansskóla Austurlands, með danshöfundinum Alona Perepelytsia. Þátttakendur vinna með og tjá tilfinningar sínar í gegnum hreyfingu og leita á sama tíma að persónulegri tjáningu hreyfingarinnar. Kennslan fer fram í gegnum leik.

Aldur: 6–10 ára – börn koma í fylgd foreldra

Verð: Enginn aðgangseyrir!

HVAR: Herðubreið menningar og félagsheimili, Austurvegur 4, 710 Seyðisfjörður

Tími: Frá kl. 13:00–14:00 

Skráning: info@herdubreidsfk.is

 

BARNABÍÓ - FJÖLSKYLDA STÓRFÓTAR

 • 20.sep: 15:00  16:30
 • Herðubreið 

Barnabíó í Herðubíó þar sem kvikmyndin Fjölskylda Stórfótar verður sýnd.

Verð: 1.500 kr. Popp innifalið.

Aldur: Allur aldur

Staður: Seyðisfjörður

Tími: Frá kl. 15:00–16:30 

 

Stikla myndarinnar: https://www.youtube.com/watch?v=GKPF2k28ilI&feature=emb_logo

DERRINGUR

 • Íþróttahúsið á Egilsstöðum 

Lifandi og skapandi dansvinnustofa þar sem lagt verður af stað í dansferðalag með dönsurunum, Snædísi Lilju Ingadóttur og Valgerði Rúnarsdóttur. Þátttakendur ferðast um árstíðirnar og skapa sýningu í gegnum leiki og lifandi myndir. Hvernig dönsum við haust, rok, rigningu, ferðir farfuglanna, uppskeru og þar fram eftir götunum?  Hvernig hreyfir náttúran sig og hvernig hreyfir hún við okkur? Þá mun tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen (Hermigervill) skapa  hljóðheim með hópnum sem innblásinn verður af árstíðunum fjórum eftir Vivaldi. KrakkaRÚV mun fylgja verkefninu eftir og flétta inn í sína dagskrá næstkomandi vetur.

Aldur: 9–12 ára

Staður: Íþróttahúsið í Fellabæ

Tími: Frá kl. 14:00–16:00 21.–25. september

Ekkert þátttökugjald!

 

BRASAÐ Í SAFNAHÚSINU

 • 24.sep: 14:00  18:00
 • Minjasafn Austurlands 

 Í tilefni af BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, bjóða Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa upp á sérstaka barnaopnun. 

- Er eitthvað líkt með bókum og flugdrekum? Sýningin Flugdrekabók opin á miðhæð.

- Bókamerkjasmiðja. Geta flugdrekar verið bókamerki? Eða bókamerki verið flugdrekar?

- Lesið úr barnabókum á bókasafninu kl. 16:30 og 17:30.

- Hreindýrið Hreindís býður krökkum að fylgja krakkaleiðsögn Hreindísar um sýningar Minjasafnsins og að kíkja í krakkahornið (frítt inn á safnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum). 

Tilvalið að líta við eftir skóla/leikskóla og eiga notalega stund.
SÓLARPRENT

 • 26.sept: 14:00  16:00
 • Ströndin Studio 

Einföld, skapandi og umhverfisvæn listsmiðja þar sem prentað er með aðstoð sólarljóss. Ljósmyndarar frá Ströndinni Studio munu leiða þátttakendur í gegnum ferlið. Sólarprent er elsta ljósmyndaaðferðin og var áður notuð til að gera eftirmyndir af plöntum án þess að nota myrkraherbergi og framköllunarvökva. Þetta er jafnframt einfaldasta ljósmyndaðferðin og verður í smiðjunni notast við jurtir og blóm, gamlar negatívur eða klippimyndir til að setja saman myndirnar. Að smiðju lokinni munu þátttakendur taka afraksturinn með sér heim.

Leiðbeinandi: Zuhaitz Akizu Frá Ströndin Studio (fer fram á ensku / In english)

Verð: Ekkert þátttökugjald!

Aldur: 6–10 ára, – börn skulu vera í fylgd forráðamanna.

HVAR: Ströndin Studio – Strandarvegur 29-33, Seydisfjördur 710 

Tími: Frá kl. 14:00–16:00 26. september

Skráning:  info@herdubreidsfk.is


LISTASMIÐJA-MARGHLIÐA FORM/ MARGFLÖTUNGA

 • 27.Sep: 13:00  15:00
 • Herðubreið 

Listamaðurinn og prentsmiðurinn Linus Lohman stýrir vinnusumiðju um marghliða form/ margflötunga í Herðubreið. Í vinnumsiðjunni verður stuðst við aðferðir og efnivið frá Einari Þorsteini, arkitekt, en Einar var var íslenskur arkitekt, hugsuður og brautryðjandi í rúmfræðirannsóknum. Einar stundaði rannsóknir á ýmsum tegundum flötunga og var heimsþekkur sérfræðingur í margflötungum, rýmislegum eiginleikum þeirra og hvernig megi hagnýta þá. 

Aldur: 10-14 ára – börn skulu vera í fylgd forráðamanna

HVAR: Herðubreið menningar og felagsheimili, Austurvegur 4, 710 Seyðisfjörður

Verð: Ekkert þátttökugjald!

Skráning: info@herdubreidsfk.is

HAUSTROÐI - MARKAÐSTORG BARNA.

 • 3.okt: 12:00  16:00
 • Herðubreið 

  Komdu og vertu með! Börn og ungmenni af öllu Austurlandi geta bókað markaðsborð, án endurgjalds.

Aldur: Allur aldur

HVAR: Herðubreið - menningar- og félagsheimiliAusturvegur 4, 710 Seyðisfjörður

Bóka þarf markaðsborð á info@herdubreidsfk.is

FIMM Í BRANSANUM

 • 3.okt: 13:00  14:00
 • Herðubreið 

Kvikmynd eftir upprennandi seyðfirska kvikmyndagerðarmenn (Aron E, Stefán K, Trausta K, Tryggva, Huginn og Magneu)

ALDUR: Allur aldur

Aðangur ókeypis! Allir velkomnirSING WITH MEANING

 • 3.okt: 14:00  14:30
 • Herðubreið 

  Kvikmyndin Sing with Meaning - er um Líf tónskáldsins, lagahöfundarins, þjóðsagnaritarans, þjóðháttasérfræðingsins og myndlistarmannsins Violeta Parra. Myndin er teiknuð stillumynd „stop motion“ frá 2016.

Leikstjóri: Leonardo Beltrán

Handrit og framleiðsla: Pablo Greene 

Aldur: Ekki fyrir börn undir 12 ára aldri

HVAR: Herðubíó - Herðubreið - menningar- og félagsheimiliAusturvegur 4, 710 Seyðisfjörður

Tími: Frá kl. 14:00–14:30

Verð: Aðgangur ókeypis!


ÚTVARPSÚTSENDINGAR UNGMENNA MEÐ LUNGA SKÓLANUM

 • 11.okt: 13:00  15:00
 • Herðubreið

Útvarpsútsendingar ungmenna með LungA skólanum (lunga.is). 

Aktívismi, stjórnleysi, talaðu upphátt! Skapaðu þinn eigin útvarpsþátt.

Leiðbeinandi: Lasse Högenhof.

Aldur: 12-16 ára

Skráning: info@herdubreidsfk.is 

 

 

 Aðrir viðburðir

21.-30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
21.-25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
21.-25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað