Fara í efni

Hleðsluhelgi á Borgarfirði Eystra helgina 5-7. maí

Til baka í viðburði
Hvenær
5.- 7. maí
Hvar
Blábjörg resort, Borgarfjörður eystri
Klukkan

Hleðsluhelgi á Borgarfirði Eystra helgina 5-7. maí

Ég kynni með stolti endurnærandi hleðsluhelgi á Borgarfirði Eystra helgina 5-7. maí. Þessi helgi er fyrir alla þá sem vilja virkilega hlaða batteríin sín burt frá daglegu amstri og alls áreitis. Yfir helgina verður fókusinn settur á að hjálpa þér að endurnæra líkama & sál á mest töfrandi stað landsins þar sem náttúran skartar sínu fegursta hvert sem þú lítur. Einnig mun ég hjálpa þér að taka töfrana með þér heim í þitt daglega amstur með því að gefa þér innsýn, hvatningu og tól til þess að hlúa svo ennþá betur að þér þegar að þú snýrð aftur heim að helgi lokinni.

Ég mun fræða þig um heilbrigðan lífsstíl, hreint mataræði, kenna þér jóga, kenna þér að hugleiða, gefa þér tól til þess að hlúa betur að andlegri heilsu og róa taugakerfið. Allt til þess að þú munir upplifa meira jafnvægi, bæta heilsuna og finna fyrir meiri vellíðan. Auk þess færð þú heilsubætandi fæðu alla helgina sem er laus við glúten, unna sætu og er auk þess alveg plöntumiðuð. Einnig munt þú fá vinnuhefti til að vinna í alla helgina sem mun aðstoða þig við að fá skýrari sín & tól hvernig þú getur fundið fyrir meira jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi.

Föstudagurinn 5. maí
-15:00 - 16:00 Herbergisinnritun
-16:30 Náttúruhugleiðsla og jóga (ef veður leyfir - annars innandyra)
-19:00 Kvöldmatur
-20:00 Hugleiðsluhringur + afhending vinnuheftis
-21:00 Yoga nidra

Laugardagurinn 6. maí
-8-9 Morgunmatur
-9:00 Ritleiðsla
Skrifað í vinnuhefti námskeiðsins
-9:30 Morgunjóga
-10:30 Lífsstílsfræðsla
-12:00 Hádegismatur
-14:00 Náttúruganga í núvitund
-17:00 Spa
-19:00 Kvöldmatur
-20:00 Hugleiðsluhringur
-21:00 Yoga nidra

Sunnudagurinn 7. maí
-8-9 Morgunmatur
-9:00 Ritleiðsla
Skrifað í vinnuhefti námskeiðsins
-9:30 Morgunjóga
-10:30 Sturta & Stimpla sig út af Blábjörgu
-11:30 Hádegismatur
-12:30 Hugleiðsluhringur & yoga nidra
-14:00 Heimferð

Helgarpakki

Eftirfarandi gistingarmöguleikar eru í boði:

Deluxe herbergi með sér baði
-Eins manns herbergi: 106.140 kr
-Tveggja manna herbergi: 86.220 kr

Stúdíóíbúð (Svefnpláss fyrir 2-3 manns)
-Ef 3 deila íbúð: 82.780 kr. á mann
-Ef 2 deila íbúð: 91.020 kr. á mann

Hvað er innifalið í ofantöldu verði?
-2 x morgunmatur
-2 x hádegismatur
-2 x kvöldmatur
-Te, ávextir, nasl
-2 nætur í gistingu
-Aðgangur að spa
-2 x Jóga á dag
-Dagleg náttúruhleðsla
-2 fyrirlestrar um lífsstíl og jafnvægi
-2 hugleiðsluhringir
-Vinnuhefti fyrir alla námskeiðshelgina

Fyrir heimamenn er auðvitað í boði að taka þátt í helginni og er þá verðið án gistingar en með mat & spa 59.900 kr

Fyrir skráningu og ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að senda á mig línu á anna@heilsaogvellidan.com

Ást,

Anna Guðný

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað