Fara í efni

Strútsfoss - Fljótsdalshreppur

Til baka í viðburði
Hvenær
sunnudagur, 6 september
Hvar
Strútsfoss
Klukkan
10:00

Strútsfoss - Fljótsdalshreppur

Strútsfoss (Perla) 1 skór

Strútsfoss í Strútsá steypist fram af brúnum Villingadals inn af Suðurdal. Fossinn sem er tvískiptur, er með þeim hærri á landinu. Neðri hlutinn er um 100 m hár og sá efri um 20 m. Neðan fossins fellur áin í djúpu gili, Strútsgili. Að öllum líkindum draga áin og fossinn nafn sitt af strýtulaga klettadrangi eða dröngum í gilinu. Strútsgil er afar litfagurt en í því skiptast á basalthraun og setlög, tugir metra á þykkt, rauð og gulbrún, ásamt líparíti á einum stað. Innri-Þverá fellur ofan í gilið skammt frá Strútsfossi og myndar fallega fossaröð. Gönguleiðin liggur frá Sturluflöt, innsta bæ í Suðurdal, austan Kelduár. Gengið er upp með Fellsá austanvert í Villingadal.

Brottför kl 10:00 frá húsi ferðafélagsins við Tjarnarás 8 á Egilsstöðum þar sem er sameinast í bíla. Verð er 500 krónur sem greiðist til umsjónarmanns ferðar á staðnum auk þátttöku í bensínkostnaði ef það á við

Umsjón: Stefán Kristmannsson.

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað