Fara í efni

Glæpakviss - Glæpafár á Íslandi í 25 ár

Til baka í viðburði
Hvenær
fimmtudagur, 5 september
Hvar
Klukkan
17:30

Glæpakviss - Glæpafár á Íslandi í 25 ár

Fimmtudaginn 5. september bjóða bókasöfn landsins upp á lauflétta og skemmtilega en þó skuggalega spennandi spurningakeppni um íslenskar glæpasögur og tekur Bókasafn Héraðsbúa að sjálfsögðu þátt.
Um er að ræða hefðbundið bar-svar eða „pub-kviss“ þar sem tveir til fjórir eru saman í liði.
Spyrill og alráður stjórnandi verður hinn glæpsamlega skemmtilegi héraðsskjalavörður, Stefán Bogi Sveinsson.
Spurningarnar koma úr smiðju Hins íslenska glæpafélags undir stjórn foringjans Ævars Arnar Jósepssonar en félagið fagnar 25 ára afmæli með ýmsum viðburðum í ár undir yfirskriftinni "Glæpafár á Íslandi í 25 ár".
Keppnin fer fram á hinu hryllilega kósý Tehúsi, fimmtudaginn 5. september og hefst stundvíslega klukkan 17:30.

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað