Fara í efni

Sýning: Kjarval á Austurlandi

Til baka í viðburði
Hvenær
17. júní - 4. október
Hvar
Austurvegur 42, 710
Klukkan
12:00-17:00

Sýning: Kjarval á Austurlandi

Kjarval á Austurlandi er sýning á vegum Listasafns Íslands sem unnin hefur verið í samstarfi við Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi. Á sýningunni eru landslagsmyndir frá Austurlandi eftir Jóhannes S. Kjarval (1885-1972), flestar úr fórum Listasafns Íslands. Á Borgarfirði eystri eru æskustöðvar Kjarvals og þangað lagði hann oft leið sína á fullorðinsárum og sótti þá efnivið verka sinna til hins tignarlega landslags á Austurlandi. Verkin á sýningunni spanna tímabilið frá 1919 til 1960; olíumálverk sem og vatnslita- og grafíkmyndir. Sum verkanna birta sýn Kjarvals á þekkjanlega staði, svo sem Dyrfjöll og Strandatind á Seyðisfirði, en önnur skírskota til alþýðutrúar og birta ímyndunarauðgi listamannsins og tilraunahneigð í efnistökum.
Jóhannes S. Kjarval er einn af frumherjum íslenskrar nútímamyndlistar. Oft er sagt að þessi ástsæli listamaður hafi opnað augu Íslendinga fyrir sérstæðri fegurð landsins og þá ekki síst þeirri fegurð sem finna má við hvert fótmál.
 

Jóhannes S. Kjarval, Dyrfjöll, 1921, Olía á striga / Oil on canvas, LÍ-ÞGIG 439

 

500kr

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað