Fara í efni

Brek - Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar

Til baka í viðburði
Hvenær
miðvikudagur, 29 júní
Hvar
Bláa kirkjan
Klukkan
20:30-21:30

Brek - Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar

Hljómsveitin Brek var stofnuð haustið 2018. Sveitin leikur aðallega frumsamda, alþýðuskotna, tónlist með áhrifum úr ýmsum áttum, en meðlimir sveitarinnar leggja mikla áherslu á að skapa áhugaverða en notalega stemningu í hljóðfæraleik sínum. Hljómsveitina skipa Harpa Þorvaldsdóttir söngkona og píanóleikari, Jóhann Ingi Benediktsson gítarleikari og söngvari, Guðmundur Atli Pétursson mandólínleikari og Sigmar Þór Matthíasson bassaleikari.

Síðastliðin tvö ár hafa verið viðburðarík hjá hljómsveitinni þrátt fyrir heimsfaraldur en Brek fékk m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2022 fyrir sína fyrstu breiðskífu er kom út í fyrra og heitir í höfuðið á hljómsveitinni.

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað