Fara í efni

Bræðslan

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 29 júlí
Hvar
Bræðslan, Borgarfjörður eystri
Klukkan
19:00-00:00

Bræðslan

Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin á Borgarfirði eystri í gamalli síldarbræðslu sem hentar, ótrúlegt en satt, frábærlega fyrir tónleikahald. Hátíðin er haldin í lok júlí ár hvert.

Bræðslan er tónlistarhátíð sem leggur áherslu á fagmannlega umgjörð og metnaðarfulla dagskrá, en umfram allt að efla menningarlíf á Borgarfirði og Austurlandi. Bræðslutónleikarnir sjálfir fara ætíð fram á laugardagskvöldinu en dagana á undan eru fjölbreyttir Off-Venue tónleikar í Fjarðarborg, í Álfacafé og víðsvegar um þorpið.

Borgarfjörður eystri er án vafa eitt fallegasta byggðarlag landsins, með alla helstu þjónustu fyrir tónleikagesti.

https://braedslan.is/braedslan-2023/

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað