Fara í efni

Grasagarður Reykjavíkur

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Garðurinn var stofnaður árið 1961 og er rekinn af Reykjavíkurborg.

Hlutverk Grasagarðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu, rannsókna og yndisauka. Í garðinum eru varðveittar um 5000 tegundir plantna í átta safndeildum. Plöntusöfnin gefa hugmynd um fjölbreytni gróðurs í tempraða beltinu nyrðra. Sérhver safndeild gegnir ákveðnu hlutverki, til dæmis að sýna og kynna íslenskar plöntur, trjágróður eða mat- og kryddjurtir. 

Sumardagskráin er viðburðarík og boðið er upp á móttöku hópa árið um kring. 

Hið vinsæla kaffihús Flóran Café/Bístró býður upp á ljúffengar veitingar með áherslu á hráefni úr eigin ræktun. Kaffihúsið er starfrækt í garðskálanum í fallegu og gróðursælu umhverfi frá maí til september.

Facebook: www.facebook.com/grasagardur

Opnunartími:
Sumar: 10:00-21:00
Vetur: 10:00-15:00

Garðskálinn er lokaður 24., 25., 26., 31. desember og 1. janúar.

Hvað er í boði