Skip to content

Hótel Blönduós

Welcome to Hotel Blönduós, a timeless gem located in the charming town of Blönduós, Iceland. Originally built in 1900 as the sheriff’s house and later repurposed in 1943 as a hotel, it has now undergone a full refurbishment to offer guests a modern and comfortable stay while still preserving its rich history. As one of Iceland’s oldest still-operating hotels, we are proud to welcome our guests to a unique blend of history and modern comfort in the newly renovated Hotel Blönduós. With an extension added in 1960, the hotel celebrates its 80th birthday with a fresh new look, inviting guests to experience the perfect blend of the past and the present. 

What is available

Krúttvagninn

Krúttvagninn opnaði í júlí og er matarvagn sem býður upp á hamborgara, pylsur, fisk og franskar og vefjur. Í dag stendur hann sunnanmegin (í Koppagötu) og hægt er að borða inni í Krútti. 

Fylgist með staðsetningu hans með því að fylgja síðu Krúttvagnsins á Facebook.   

Apótekarastofan

Apótekarastofan sem er í raun hluti af Hótel Blönduósi, er í Helgafelli Aðalgötu 8, þar var apótek sýslunnar til húsa áður fyrr.

Við bjóðum upp á kaffi og kökur, súpur og fleira og rólegt umhverfi í þessum elsta hluta bæjarins. Við erum einnig með ýmsar vörur til sölu, sem gætu hentað heimamönnum og ferðafólki. Þar á meðal gönguskó, fatnað, matvöru notaðan borð borðbúnað og fallega handunna dúka.

Við leggjum áherslu á umhverfi og endurvinnslu. Húsgögnin okkar og borðbúnaður er að mestu notaður. Von okkar er að takist að skapa heimilislegt andrúmsloft og að gestum okkar líði vel. Við bjóðum upp á prjónasamverur og ýmislegt fleira.



 

Sýslumaðurinn

Sýslumaðurinn er veitingahús Hótels Blönduóss sem opnaði á sama tíma og hótelið, 15. maí síðastliðinn. Sýslumaðurinn er opinn alla daga vikunnar kl. 17:00-21:00 og boðið er upp á fjölbreyttan matseðil en kokkur á Sýslumanninum er hinn ungi en reynslumikli Halldór Örn Halldórsson sem starfað hefur erlendis og nú síðast á 5-stjörnu hóteli í Sviss sem hefur upp á að bjóða 2 Michelin veitingastaði. Borðapantanir eru í síma 699-1200 og í gegnum netfangið info@hotelblonduos.is.  

Krúttið

Krúttið er nýjasta viðbótin í rekstri Hótels Blönduóss í Gamla bænum á Blönduósi. Krúttið er viðburða- og tónleikarými. Í Krúttinu verður hægt að halda veislur, tónleika, uppistand og fleira. 

Opnunartíminn er breytilegur en tengist því þegar eitthvað er um að vera í Krúttinu. Fylgist með á FB síðu Krúttsins og á FB síðu hótelsins.