Fara í efni

Breiðdalssetur

Breiðdalssetur - Jarðfræðasafn G.P.L.Walker hýsir starfsemi af þrennum toga: Jarðfræðisetur þar sem rannsóknir og fræðistörf enska jarðfræðingsins G. Pl. Walkers eru höfð í hávegum en hann sinnti ötullega rannsóknum á jarðfræði svæðisins, málvísindasetur til heiðurs dr. Stefáni Einarssyni og rannsóknum hans á íslenskri tungu og loks byggðasafn helgað Breiðdalsvík og byggðunum í kring.

Breiðdalssetur er í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík, elsta húsið í þorpinu, byggt árið 1906. Starfsemi Breiðdalsseturs er á sviði jarðfræði, málvísinda og sögu.

Sem stendur eru sýningar um:

  1. Sögu og uppbyggingu Breiðdalsvíkur,
  2. Fjallað er um rithöfundinn og málvísindamanninn dr. Stefán Einarsson frá Höskuldsstöðum í Breiðdal, en lengst af var prófessor við John Hopkins háskólann í Baltimore, USA
  3. Sýning um jarðfræði Austfjarða
  4. Sýning og umfjöllun um hinn heimskunna jarðfræðing Prof. dr. George P. L. Walker. Hann var einn þekktasti eldfjallafræðingur heims á seinni hluta 20. aldar og rannsakaði jarðfræði Austurlands í 10 ár, milli 1955 og 1965. Hann varð síðan heiðursdoktor við Háksóla Íslands. Öll arfleifð Walkers er varðveitt í Breiðdalssetri.

Opnunartími Breiðdalsseturs sumarið 2020:

Opið alla daga nema sunnudaga milli kl. 12 og 16 frá 10. júní til loka ágústmánaðar.

Aðgangur sumarið 2020 er ókeypis.

Hvað er í boði