Fara í efni

Breiðdalssetur

Í húsnæði setursins er sýning um notkun borkjarna til að varpa ljósi á leyndardóma íslenskrar jarðfræði, þar á meðal eldgosin í Surtsey og hraunstaflann mikla sem myndar Austurland. Einnig getur þar að líta upplýsingar um fræðimennina George Walker og Stefán Einarsson og muni úr þeirra fórum.

George Walker var einn fremsti eldfjallafræðingur 20. aldarinnar. Hann vann brautryðjendarannsóknir á jarðsögu Íslands á Austurlandi, kortlagði meðal annars hina fornu Breiðdalseldstöð og renndi stoðum undir flekakenninguna. Breiðdælingurinn Stefán Einarsson var prófessor í málvísindum við Johns Hopkins-háskóla í Baltimore í Bandaríkjunum. Hann var afkastamikill og fjölhæfur fræðimaður, einkum á sviði hljóðfræði og bókmenntafræði, og sennilega hefur enginn fyrr og síðar kynnt Ísland og íslenskar bókmenntir jafn ítarlega fyrir enskumælandi heimi.

Opnunartími safnsins

Sumaropnun (1. júní til 31. ágúst):

Sunnudaga - fimmtudaga kl. 12:00-16:00

Lokað er á föstu- og laugardögum. Aðgangur ókeypis.

Vetraropnun (1. september - 31. maí)

Engir fastir opnunartímar eru á veturna. Starfsfólk er yfirleitt á staðnum milli 10:00- 16:00 á virkum dögum og gestum er velkomið að líta við. Einnig er hægt að bóka heimsóknir fyrirfram á netfangið mariahg@hi.is. Verið velkomin!

Hvað er í boði