Fara í efni

The Factory listasýning

Til baka í viðburði
Hvenær
13. júní - 14. september
Hvar
Djúpavík
Klukkan

The Factory listasýning

Opnun 13. júní kl.21.00 í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík.
 
Sem þverfagleg sýning, sameinar The Factory margbreytilega flóru sjónlistamanna. Þar með talið listamenn á sviði textíls, höggmynda, myndbandalistar, hljóðlistar, myndlistar, ljósmynda og innsetninga. Þessi nálgun skapar fjölbreytta og öfluga sýningu, sem um leið snertir breiðan hóp gesta.

Ætlunin er að (endur)skapa, The Factory listasýningu, með því að sameina hrunin iðnað og nútímalist. Um leið er gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpuvík gefið nýtt líf í hinum afskekkta bæ. Innan veggja gömlu verksmiðjunnar munu andstæður verða til og um leið sameinast. Þannig munu listaverkin bera með sér rými og umhverfi skynjunar af Djúpuvík og alls Íslands.

Markmiðið er að styðja nærsamfélagið og listamennina - um leið að reisa Ísland til virðingar og hin víðtæku áhrif sem landið hefur á fólk í gegnum menningu og listir.

Opið daglega 10.00-18.00, 13. júní til 14. september 2020
Aðgangur ókeypis

Á síðasta ári, 2019, færðum við út kvíarnar og bættum við sýningarrými á vestfjörðum. The Tub / Balinn er gamalt hús á Þingeyri, og þar munu listamenn vera með sýningar allt sumarið 2020.

Það er margt sameiginlegt með verksmiðjunni í Djúpuvík og gamla húsinu á Þingeyri: þau eru yfirgefin og í niðurníðslu en um leið hrá og raunveruleg. Hvort sem um ræðir síldarbrælu eða reykjarsvælu af ný steiktum kleinum þá má segja að hversdagslíf þeirra sem hófust við í byggingunum sé umritað í veggi og gólf húsana.

Okkar hugmynd er að tengja þessa fjarlægu vestfirsku staði og gefa þeim ný hlutverk.

Brekkugata 8, 470 Þingeyri
Opið daglega frá 24. júní til 14. september 2020
Aðgangur ókeypis

Facebook: facebook.com/thefactorydjupavik/
Instagram: instagram.com/djupavikart/
Vef: djupavik.is

Myndlistamenn:

Alfredo Esparza Cárdenas (MX)
Attilio Solzi (IT)
Emilie Dalum(DK / IS)
Guðrún Sigurðardóttir (IS)
Hertta Kiiski (FI)
- Lilja Birgisdóttir og Kjartan Holm (IS)
IYFAC - Inspirational Young Female Artist Club:
Halla Birgisdóttir (IS)
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir (IS)
Ragnheiður Maísól Sturludóttir (IS)
Sigrún Hlín Sigurðardóttir (IS)
- Daníel Helgasson, Una Sveinbjarnardóttir & Þórdís Gerður Jónsdóttir (IS)
Jeff Mertz(US)
Justin Levesque (US)
Michael Richardt (DK)
Úlfur Karlsson (IS)

Island Between Us - The Tub / Balinn Art Space, Þingeyri:
Christiane Gerda Schmidt (DE)
Hrafnhildur Sigurðardóttir (IS)
Ines Meier (DE)
Mia Hochrein (DE)
Stephanie Krumbholz (DE)
Susanne Britz (DE)
- Claudia Dunkelberg (DE)

Takk:  Listamennirnir, Hótel Djúpavik, Björgvin Agnarsson, Sparisjóður Strandamanna, Orkubú Vestfjarða, Sóknaráætlun Vestfjarða, Vestfjarðarstofa, Simbahöllin, Patrik Ontkovic, Kári Páll Óskarsson, Gabriel Dunsmith, aðstoðarfólk, samstarfsaðilar - gamla verksmiðjan og The Tub/ Balinn Art Space.
 
Ljósmynd: Hertta Kiiski
Sýningarstjóri & verkefnistjóri: Emilie Dalum
 
Viðburður:

Aðrir viðburðir