Fara í efni

Dio Tríó opin æfing á Útgerðinni

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 27 desember
Hvar
Klukkan

Dio Tríó opin æfing á Útgerðinni

Dio Tríó heldur opna æfingu á Útgerðinni, Akranesi laugardaginn 27. desember. Þetta er þriðja árið í röð sem þeir slá upp svona vitleysis-kvöldi og hefur stemningin verið slík síðustu tvö skipti að það mætti jafnvel kalla þetta besta partý ársins!
Bandið stígur á stokk á slaginu 22:00 og við tekur alls konar rugl og skemmtilegheit, alveg eins og á venjulegri hljómsveitaræfingu hjá þeim. Engin fyrirfram ákveðinn lagalisti. Bara djamm sessjón og undarleg blanda af lögum úr öllum áttum.
Það skal tekið fram að þetta ER æfing en ekki tónleikar eða ball. Svo það er aldrei að vita hvað gerist.
Borðapantanir í síma Útgerðinnar.
Miðasala við hurð á kvöldinu sjálfu.
Miðaverð einungis 1.000 kr

Aðrir viðburðir