Fara í efni

Matarupplifun

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 27 apríl
Hvar
Héðinsminni, Skagafirði
Klukkan
18:00-22:00

Matarupplifun

Áskaffi góðgæti er í Héðinsminni Skagafirði og býður upp á árstíðarbundna matarupplifun, í sumarbyrjun, Jónsmessu, fyrsta vetrardag og á vetrarsólstöðum.

Gestir fá kynningu á öllu sem þeim er boðið, hvaðan hráefnið í réttina kemur, hvernig matreitt og hver frumframleiðandinn er.

Smárétta matarveislurnar sem verða í boði árið 2024 verða framreiddar á bæði hefðbundinn og nýstárlegan hátt og í miklu úrvali.

Í alla rétti er fyrst og fremst notað hráefni frá Smáframleiðendum matvæla í Skagafirði. Þeir bjóða fjölbreytt úrval af margskonar dýrategundum og grænmeti sem framleitt er í nærumhverfinu.

12.900 kr.

Aðrir viðburðir