Fara í efni

Lygasögusigling

Til baka í viðburði
Hvenær
fimmtudagur, 2 júlí
Hvar
Ægisgarður 5, 101, Reykjavík, Reykjavíkurborg, Höfuðborgarsvæðið
Klukkan
20:00-22:00

Lygasögusigling

Lygilega skemmtileg sigling um sundin blá fyrir einstaklinga, fjölskylduna, vinahópa og starfsmannahópa.

Tímasetning: 2. júlí
Brottfarartími: 20:00
Tímalengd: 2 klst.

Ferðinni stýrir hin frábæra leikkona, bóndakona og lygari með meiru, Guðlaug (Gulla) Elísabet Ólafsdóttir. Hún mun segja lygilega skemmtilegar sögur um hin ýmsu kennileiti sem enginn hefur heyrt áður. Siglt verður um sundin og höfnina þar sem töfrandi landslag og fallega borgin okkar gleður augað. Þessi ferð er lyginni líkast og ætti enginn að láta hana framhjá sér fara.

Við tökum á móti þér í miðasölu okkar við gömlu höfnina í Reykjavík þar sem þú innritar þig og verður vísað áfram um borð. Áhöfnin tekur á móti þér og býður þér velkomin um borð í lygilega siglingu.

Verð er 5.900 kr.- fyrir fullorðna og frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum (að hámarki 2 börn á hvern fullorðinn).

5900 kr.- á mann

Aðrir viðburðir