Austurland Freeride 2024
Austurland Freeride Festival er árleg fjallaskíða- og snjóbretta hátíð sem haldin er á og við skíðasvæðið í Oddskarði og nærliggjandi fjöllum. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti árið 2020 af áhugafólki um fjallaskíðun, fjallaleiðsögumönnum og skíðafólki sem þekkja svæðið vel og sáu mikla möguleika í fjöllunum á svæðinu.
Ljósmynd: Chris Burkard
Dagskrá hátíðarinnar
Miðvikudagur 6.mars
Splitboard og Fjallaskíða ferðir byrja. Tvær ferðir í boði. Seyðisfjörður og Vöðlavík.
Fimmtudagur 7.mars
Tvær ferðir í gangi í Vöðlavík og á Seyðisfirði.
Oddsskarð: Opið frá 16.00-20.00
Ljósmynd: Þráinn Kolbeinsson
Föstudagur 8.mars
15:00-18:00 Menningarstofa/Tónlistarmiðstöð bjóða upp á stuðstund með FM Belfast föstudaginn 8. mars þar sem farið verður í stuðstellingar og farið verður yfir það sem er mikilvægt þegar gera á gott og rafmagnað ball! Ívar Pétur og Örvar úr FM Belfast hafa haldið böll og partý af öllu tagi um allan heim mest alla 21. öldina. Núna ætla þeir að kenna unglingum í Fjarðabyggð að halda falleg og fjörug partý! Þú finnur nánari upplýsingar um viðburðinn hér!
16.00-20.00 Opið í Oddsskarði - Austfirsku ölpunum.
17:00 Rútuferð frá Mjóeyri upp í Oddsskarð.
18.00 Rennt í Randulffs-sjóhús, lagt að stað frá Oddsskarði. Mæting upp í efstu lyftu. Leiðarval eftir veðri og aðstæðum.
Fararstjóri Sævar Guðjónsson 6986980.
19.00-01.00 Kvöldvaka (Apres Ski) í og við Randulffs-sjóhús Eskifirði. Dj Tony Tjokko sér um stuðið. Veislustjóri Valgeir Ægir.
Opið fyrir matsölu á Randulffs-sjóhús, réttur dagsins frá 18.00-21.00. Kynning á skíða- og brettabúnaði frá Fjallakofanum og tilboð á fjallaskíðabúnaði. Beljandi brugghús verður með bjórkynningu og harðfisksmakk á staðnum.
Ljósmynd: Chris Burkard
Laugardagur 9.mars
09:30 Rúta fer frá Mjóeyri upp í Oddsskarð.
10:00-16:00 Opið í Oddsskarði - Austfirsku ölpunum.
10:00-16:00 Skíðað í og við Oddsskarð. Red Bull camp í Oddsskarði. Tónlist og fjör.
Fjallakofinn verður með fjallaskíða kynningu af ýmsu tagi í Oddsskarði á laugardeginum og á kvöldvökum á Randulffs-sjóhúsi og Korua Shapes kynna snjóbrettin sín og leyfa fólki að prófa.
14:00 Fm Belfast DJ set mætir á svæðið.
16:00 Rennt niður að sjó. Leiðarval eftir veðri. Mæting upp í topplyftu.
16.00-21.00 Kvöldvaka (Apres Ski) í Randulffs-sjóhúsi FM Belfast DJ set mætir á svæðið og hitar upp fyrir ballið í Valhöll. Fjallakofinn verður með tilboð á fjallaskíðabúnaði.
16.00-20.00 Opið fyrir matsölu. Réttur dagsins, í Randulffs-sjóhúsi.
21.00 – 01.00 Valhöll Eskifirði. Ball með FM Belfast DJ set. Húsið opnar kl 20:00. Verð 2.500kr fyrir þá sem ekki eru með freeride passa
Ljósmynd: Chris Burkard
Sunnudagur 10.mars
10.00 Rúta frá Mjóeyri upp í Oddsskarð.
10.00-16.00 Opið í Oddsskarði
10:00-16:00 Skíðað í og við Oddsskarð. Red Bull camp í Oddssskarði.Tónlist og fjör.
- Frekari upplýsingar og bókanir í síma 6960809 eða á mjoeyri@mjoeyri.is
- Fjallaleiðsögumennirnir Skúli Júlíusson, Óskar Wild Ingólffsson, Rúnar Pétur Hjörleifsson og Barði Westin munu sjá um fjallaskíða- og brettaferðirnar og verða í Oddsskarði ásamt Sævari Guðjónssyni laugardag og sunnudag, fólki til aðstoðar með val á skíðaleiðum miðað við aðstæður og fl.
Passi á Austurland Freeride festival. Verð 40.000kr.
Innifalið í miðanum Apres skí partý bæði föstudag og laugardag, rútuferðir í tengslum við hátíðina, skíðamiði í Oddsskarð alla helgina, réttur dagsins föstudags- og laugardagskvöld, aðgangur að Redbull Camp og fararstjórum í Oddsskarði. Ball í Valhöll á laugardags kvöldið.
Öll velkomin á alla viðburði en nauðsynlegt að skrá sig í ferðirnar!!
Miðasala á hátíðina er á Mjóeyri og Randulffs-sjóhúsi
Allir þátttakendur hátíðarinnar eru á eigin ábyrgð.
Fyrir frekari upplýsingar og fréttir um hátíðina mælum við með því að þú fylgist með Austurland Freeride á Instagram og Facebook.
Sævar og Berglind á Mjóeyri veita nánari upplýsingar ef þörf krefur. Sími. +354 698 6980 eða mjoeyri@mjoeyri.is