Fara í efni

Austurland Freeride 2024

Til baka í viðburði
Hvenær
6.-10. mars
Hvar
Oddskarð, Fjarðabyggð, Eastern Region, 736, Iceland
Klukkan

Austurland Freeride 2024

Austurland Freeride Festival  er árleg fjallaskíða- og snjóbretta hátíð sem haldin er á og við skíðasvæðið í Oddskarði og nærliggjandi fjöllum. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti árið 2020 af áhugafólki um fjallaskíðun, fjallaleiðsögumönnum og skíðafólki sem þekkja svæðið vel og sáu mikla möguleika í fjöllunum á svæðinu.

Þessa dagana erum við að leggja lokahönd á dagskrána fyrir Austurland Freeride 2024 og munum deila henni með ykkur um leið og hún er tilbúin. Við getum samt sagt ykkur strax að við erum að fara í skemmtilegar ferðir. Það verða tónleikar og það verða DJ sett. Við ætlum að hafa mjög gaman!

Fyrir frekari upplýsingar og fréttir um hátíðina mælum við með því að þú fylgist með Austurland Freeride á Instagram og Facebook.

Sævar og Berglind á Mjóeyri veita nánari upplýsingar ef þörf krefur. Sími. +354 698 6980 eða mjoeyri@mjoeyri.is

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað