Vatnaveröld Smábátasafn
Markmið safnsins er að varðveita og miðla fróðleik um horfin vinnubrögð til sjós og lands, varðveita og sýna muni, myndir og gögn sem tengjast smíðum smábáta, sjósókn og sjávarnytjum við Skagafjörð og á nærliggjandi svæðum. Tilgangurinn er tvíþættur; að bjarga menningarlegum verðmætum og að gefa gestum innsýn hversu stóran þátt sjávarnytjar áttu í því að tryggja afkomu fólks fyrr og síðar.