Fara í efni

Vaglaskógur Tjaldsvæði

Skjólgóð og skemmtileg tjaldsvæði fyrir tjöld, hýsi og húsbíla sem bjóða upp á salerni fyrir hreyfihamlaða og með góðu aðgengi fyrir hjólastóla á flestum svæðum. Allar bókanir fara fram á parka.is.

Stórarjóður (B) býður upp á rafmagn og salerni fyrir hreyfihamlaða og er rólegt svæði sem ætlað er þeim sem vilja slaka á og taka því rólega.

Hróarsstaðanes (C,D) er stærsta svæðið, staðsett við Fnjóskánna. Á þessu svæði er salerni, rafmagn, sturtur, þvottavél, þurrkari og aðalleiksvæðið (ærslabelgur, klifurpýramídi, lítill fótboltavöllur og sandkassasvæði).

Flatagerði (E) er með rafmagn, sturtur, þvottavél, þurrkari, salerni fyrir hreyfihamlaða, ásamt litlu leiksvæði með vegasalti og rólum. Þetta svæði er aðliggjandi fastleigustæðunum.

Brúarlundur (A) hefur salerni en ekkert rafmagn, og hentar vel fyrir stuttar dvalir og náttúruunnendum.

Boðið er upp á forbókanir í Stórarjóðri (B) og Flatagerði (E).

Vaglaskógur er einn fallegasti birkiskógur landsins með miklum möguleikum til útivistar. Tjaldsvæðin eru tengd víðfeðmu göngustíganeti sem liggur um Vaglaskóg og göngustígakort er hægt að nálgast við upplýsingaskilti í skóginum og hjá starfsfólki.

Stutt er í Akureyri (17km í gegnum Vaðlaheiðargöng), golfvöll með veitingaskála (3km), sundlaug með verslun og mini-golfi (12km).

Verð á nótt:
1900 kr á mann
1300 kr fyrir eldri borgara og öryrkja
1200 kr fyrir rafmagn per nótt
Sturtugjald: 500 kr (klink) fyrir 5 mínútur af heitu vatni
Þvottavél/þurrkari: 500 kr (klink)

*Hægt er að fá skiptimynt hjá tjaldvörðum

ATH. Afsláttur fæst ekki af verði eldri borgara og öryrkja.

FRÍTT er fyrir 14 ára og yngri í fylgd með forráðamanni. Án fylgdar forráðamanns er aldurstakmarkið á tjaldsvæðunum 18 ár.

Nokkrir punktar til að hafa í huga:
- Við flokkum rusl í Vaglaskógi og biðjum við tjaldsvæðagesti að gera slíkt hið sama á meðan dvölinni stendur
- Lausaganga hunda og katta er bönnuð, en leyfilegt er að hafa dýrin í taumi
- Hægt er að kaupa skott/millistykki fyrir rafmagnstengingu hjá tjaldvörðum.

Símanúmer tjaldsvæða er: 860 4714  

Hvað er í boði