Fara í efni

Tjaldsvæðið Stöðvarfirði

Tjaldsvæðið er við austurenda byggðarinnar, með salerni, rafmagni og losun fyrir húsbíla. Það stendur við fallegt skógræktarsvæði með grillaðstöðu og leiktækjum. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er opin allt árið í Brekkunni. 

Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu:

Salerni, rafmagn, upplýsingamiðstöð (600 m), ruslagámar, klóaklosun fyrir húsbíla, bekkir og borð, grillaðstaða, fjallasýn, leikvöllur, íþróttavöllur, sundlaug (500 m), heitir pottar (500 m), veitingahús (600 m), kaffihús (600 m), vínveitingar (600 m), dagvöruverslun (600 m), bensínstöð (700 m), gönguleiðir, veiði, heilsugæsla (500 m). 

Opinn eldur bannaður, hundar í bandi leyfðir.

Tjaldsvæðagestum er bent á að ekki er heitt vatn á tjaldsvæðinu, en sundlaug Stöðvarfjarðar er aðeins í 500 m fjarlægð. 

Þjónusta tjaldsvæðisins er frá 15.maí til 15.september.

Hvað er í boði