Fara í efni

Tjaldsvæðið Patreksfirði

Tjaldsvæðið á Patreksfirði er staðsett við Félagsheimili Patreksfjarðar sem sést vel þegar komið er inn í bæinn. Góð aðstaða er í félagsheimilinu fyrir tjaldsvæðið, svo sem salerni, þvottavél og aðstaða til eldunar og þvotta. Rafmagn og seyrulosun er fyrir húsbíla, og ruslagámar eru á staðnum. Hægt er að fá leigðan sal og eldhúsaðstöðu fyrir hópa. Hægt er að fara í sturtu í sundlauginni á Patreksfirði, afsláttur er fyrir gesti tjaldsvæðisins. 

Aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og húsbíla.

Verð 2023

Fullorðnir: 1.775 kr.
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.420 kr.
Börn að 18 ára: Frítt

3 nætur dvöl: 3.720 kr
4 nætur dvöl: 4.955 kr.
5 nætur dvöl: 6.190 kr.
6 nætur dvöl: 7.430 kr.
vikudvöl: 7.665 kr.

Rafmagn hvern sólarhring: 1.525 kr
Þvottavél og þurrkari: 1.655 kr 

Hvað er í boði