Fara í efni

Tjaldsvæðið í Vestmannaeyjum

Á svæðinu er þjónustuskáli með eldunaraðstöðu, salernisaðstöðu, Þvottavél og þurrkara.  Salernisaðstaða og sturtur sem eru innifaldar í verðinu. Gasgrill til afnota við þjónustumiðstöðina. Þá eru einnig leiksvæði fyrir börn.   Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna.

 

Vestmannaeyjar eru um 15-18 eyjar þar sem Heimaey er eina byggða eyjan.  Flogið er daglega á milli lands og eyja og einnig siglir ferjan Herjólfur frá Landeyjarhöfn til eyja og tekur það aðeins 35 mínútur.  Um 4.000 íbúar búa í Vestmannaeyjum og er því öll þjónusta þar til staðar. Mikið líf er í vestmannaeyjum yfir sumartímann með frægu Shell fótboltamóti og er hápunktinum náð yfir þjóðhátíð sem er haldin um verslunarmannahelgi. 23. janúar 1973 var örlagaríkur dagur í sögu Vestmannaeyja þegar eldgos hófst í Heimaey.

Næstum allir íbúar voru fluttir í burtu og snéru ekki aftur fyrr en gosinu lauk í júní sama ár.  Mikið eignatjón varð en allir íbúar sluppu heilir.  Fyrir ferðamenn sem koma til Vestmannaeyja þá er nauðsynlegt að fara á gosslóðir en enn má finna yl í jörðinni þegar grafið er stutt niður.

 

Hvað er í boði