Fara í efni

Tjaldsvæðið Djúpavogi

Á Djúpavogi er mjög gott tjaldsvæði sem er staðsett í kjarna bæjarins, öll þjónusta í bænum í innan við 500 m fjarlægð frá tjaldsvæðinu. Miklir möguleikar eru á afþreyingu í Djúpavogshreppi. Má þar nefna að á Djúpavogi er ný og glæsileg sundlaug, mjög góður 9 holu golfvöllur, skemmtilegar gönguleiðir og boðið er upp á siglingu út í Papey.

Í þjónustuhúsinu er eldunaraðstaða, setustofa, þvottavél/þurrkari, auk þess er aðstaða til losunar/áfyllingar fyrir húsbíla og rafmagn. Hægt er að kaupa aðgang að interneti.

Á tjaldsvæðinu bjóðum við upp á gistingu í smáhýsumi, gestir koma með allt það sem þeir myndu vanalega nota til þess að tjalda en í stað þess að gista í tjaldi er gist í notalegu litlu smáhýsi.

Frá tjaldsvæðinu er fallegt útsýni yfir höfnina og víðar. Þá er öll helsta þjónusta í bænum innan við 500 m fjarlægð frá tjaldsvæðinu, sundlaug, verslun, söfn, veitingarstaðir og kaffihús o.f.l.

Skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu og stutt til fjalls og fjöru.

Afgreiðsla er á Hótel Framtíð.

Hvað er í boði