Fara í efni

Tjaldsvæðið Básar

Tjaldsvæðið í Básum er eitt af rótgrónari tjaldsvæðum landsins.  Þar er náttúrufegurð mikil og mikið af áhugaverðum stöðum í nágrenninu.  Þar má helst nefna gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi, Eyjafjallajökull, Mýrdalsjökull, Útigönguhöfðu og svo að sjálfsögðu Þórsmörk.  Ferðafélagið Útivist hóf uppbyggingu á svæðinu árið 1980 og voru tjaldsvæðin útbúin fyrst en skálarnir tveir voru byggðir næstu ár á eftir.  Mikið er af fallegum gönguleiðum í nágrenninu.  Básahringur er fær bæði stórum og smáum fótum og fallegt útsýni er af Réttarfelli. Útigönguhöfði  er svo góður fyrir þá sem vilja aðeins meiri erfiði.  Hvannárgilið er svo ævintýraveröld sem má alls ekki sleppa að ganga um. Skálavörður í Básum og skrifstofa Útivistar í Reykjavík selur gott göngukort sem gott er að hafa með.

Þegar farið er í Bása er beygt út af þjóðvegi 1 inná veg 249 sem er við Seljalandsfoss.  Vegurinn breytist svo í F249 Þórsmerkurveg og er sú leið aðeins fær jeppum og stærri bílum þar sem aka þarf yfir nokkrar jökulár.  Í vatnavöxtum ber að fara varlega þar sem að árnar geta orðið varasamar.  Þá er best að leita upplýsinga hjá kunnugum.

Tjaldsvæði sjálft er á flötum við skálana og í skógi vöxnum lautum.  Í skálunum er salerni og svo eru yfirbyggð kolagrill við skálana.

Opnunartími
Sumaropnun

Verð 2021:
Tjald: kr. 2.000
Sturta: kr. 500 


Hvað er í boði