Fara í efni

Tjaldsvæðið á Egilsstöðum

Camp Egilsstaðir er miðsvæðis í Egilsstaðabæ, undir klettunum við Kaupvang. Þaðan er spölkorn í helstu verslanir og þjónustu. Á tjaldsvæðinu er rafmagn fyrir húsbíla, leiktæki fyrir börn, snyrtingar með aðgengi fyrir fatlaða, þvottavélar, þurrkarar, sturtur og salerni. 

Á svæðinu eru einnig útiborð og bekkir og aðstaða til að vaska upp. Þjónustuaðstaðan er opin allan sólarhringinn og í byrjun árs 2022 var hún stækkuð um helming og nú, ásamt úti-eldunarskýli, er komin aðstaða innanhús til eldunar. Á háönn er nauðsynlegt að bóka og greiða fyrir tjaldsvæðið á netinu en möguleiki er á greiðslu í gegnum sjálfsafgreiðsluposa á lágönn ef móttakan er lokuð.   

Tjaldsvæðið er opið allan sólarhringinn, allt árið um kring. Egilsstaðastofa Visitor Center er í þjónustuhúsi á tjaldsvæðinu. Gistu hjá okkur á ferð þinni um Ísland en stutt er í alls kyns afþreyingu eins og Stuðlagil, Vök Baths, Hengifoss og fleiri frábærar náttúruperlur.


Hægt er að bóka pláss fyrirfram á vef Camp Egilsstaðir sem og verðskrá

Egilsstaðastofa Visitor Center er staðsett í þjónustuhúsi Camp Egilsstaða. Þar er hægt að fá upplýsingar um svæðið.  Hægt er að kaupa kaffi, te, póstkort, frímerki og fleira. Nánari upplýsingar um Egilsstaðastofu er að finna á vef Camp Egilsstaðir .

Hvað er í boði