Fara í efni

Tjaldmiðstöðin Flúðum

Tjaldmiðstöðin á Flúðum er glæsilegt tjaldsvæði við bakka Litlu Laxár.  Flúðir í Hrunamannahreppi hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda eru Flúðir þekkt fyrir mikla veðursæld og má þar einnig finna ýmislegt sér til afþreyingar. Flúðir eru ekki nema í rúmlega 100 kílómetra fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Á Tjaldsvæðinu eru nokkrar þjónustubyggingar með salernisaðstöðu og sturtum. Þvottahús með þvottavél og þurrkara eru í boði við Tjaldmiðstöð. Í Tjaldmiðstöðinni (rautt hús upp á hæðinni) er seldur ís, gos, grillkol og undirstöðu vörum tengdu því ásamt því að hægt er að versla kúta og áfyllingar frá AGA. Í Tjaldmiðstöðinni er hægt að nálgast alla helstu kynningarbæklinga er varða ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Þráðlaust internet er á svæðinu, stór útigrill, leiksvæði ofl. Vatn og rafmagn er á stæðsta hluta svæðisins.  

Tjaldsvæðið er í göngufæri frá kjarna bæjarins. Á Flúðum er matvöruverslun, veitingastaðir, bar, sundlaug og fleira s.s. körfubolta- og sparkvöllur.

Svæðið henntar einkar vel fjölskyldufólki þar sem leikur í Litlu-Laxá er vinsælt og hægt að finna skemmri eða lengri gönguleiðir sem hennta jaft reyndum sem óreyndum göngugörpum. Má þá einnig nefna að yfir sumartíman eru skipulagðar gönguferðir með leiðsögumanni í Hrunamannahreppi þar sem finna má leyndar náttúruperlur.

Ýmsar aðrar skemmtilegar afþreyingar eru í boði nágrenis Flúða. Má þar meðal annars nefna; Hestaleigur, Gólfvellir, Flúðasiglingar og Riverjet í Hvítá, Dýragarðurinn Slakki í Laugarási, tónleikar í Skálholti, Þjórsárstofa í Árnesi og ekki má gleyma vinsælasta áningarstað ferðafólks, Gullfoss og Geysi.

A.T.H. 25 ÁRA ALDURSTAKMARK ER Á TJALDSVÆÐIÐ! Nema í fylgd forráðamanna.

Hvað er í boði