Fara í efni

Þverbrekknamúli - Ferðafélag Íslands

Sæluhúsið í Þverbrekknamúla er hlýlegur skáli þar sem gistirými er fyrir 20 manns. 

Gengið er inn í anddyri og þaðan inn í opið rými sem hýsir bæði svefnaðstöðuna og eldhúsið. Þar eru 10 tvíbreiðar kojur en langborð og stólar eru í miðju rýmisins. Í eldhúsinu er rennandi vatn sem pumpað er í vaskinn úr tanki við húsið, gashellur og ágætt úrval eldhúsáhalda.  

Salernishús er rétt hjá og vetrarkamar uppi í hlíðinni fyrir aftan skálann. 

Margir gestir skálans eru á göngu um Kjalveg hinn forna. Þaðan er einnig hægt að ganga á Hrútfell. 

Hvað er í boði