Fara í efni

Þrír frakkar

Veitingastaðurinn Þrír frakkar hjá Úlfari var stofnaður 1. mars 1989 og hefur verið rekinn af fjölskyldu Úlfars Eysteinssonar, matreiðslumeistara síðan þá. Nú hefur sonur Úlfars, Stefán Úlfarsson, tekið við rekstrinum.

Veitingastaðurinn er staðsettur í miðbænum og er í göngufæri við helstu verslanir og þjónustu í hjarta
Miðborgarinnar. Staðurinn hefur ávalt sérhæft sig í fiskréttum og er helst þekktur fyrir það. Einnig er boðið upp á hvalkjöt, sjófugla o.fl.

Staðurinn tekur 44 gesti í mat og hefur kappkostað við að veita sem besta þjónustu til viðskiptavina sinna. Reynt er að stilla verðlagi í hóf og er til að mynda boðið upp á ódýrari matseðil í hádeginu.

Hvað er í boði