Fara í efni

Þorsteinsskáli - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

Þorsteinsskáli er í Herðubreiðarlindum, um 4 km austan við þjóðarfjallið Herðubreið. Aka þarf yfir tvö vöð á leið úr Mývatnssveit í
Herðubreiðarlindir, það stærra er yfir Lindaá sem rennur um Herðubreiðarlindir og krefst sérstakrar varúðar. Milli Herðubreiðarlinda og Drekagils er um 30 km akstursfjarlægð. Gistirými er fyrir 25 manns, svefnpokapláss á dýnum. Í eldhúsi
eru áhöld, gashella og Sóló eldavél tengd við miðstöð. Snyrtihús er við skálann. 

Skálavarsla er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Utan þess tíma er hægt að fá upplýsingar á skrifstofu FFA.

Gott tjaldsvæði er í Herðubreiðarlindum, snyrtiaðstaða með sturtu. 

GPS: N65°11,56 W16°13,39 

Hvað er í boði