Fara í efni

Þórsmörk, Langidalur - Ferðafélag Íslands

Skagfjörðsskáli stendur í mynni Langadals á Þórsmörk, á sléttri grund austan lækjarins, skammt frá Krossá. Frammi fyrir húsdyrum stendur Valahnúkur en þangað ganga þeir sem vilja sjá næsta nágrenni. Meðal áhugaverðra staða í nágrenni má nefna Stórenda, Stangarháls, Hamraskóga, Húsadal, Tindfjallajökul og Eyjafjallajökul. Gönguleiðir eru fjölbreyttar og fagrar og möguleikar miklir og m.a. ljúka flestir göngu um Laugaveginn í Langadal.
Skálinn er á tveimur hæðum, á neðri hæð eru tvö lítil eldhús, stór matsalur og tvær svefnstofur auk rúmgóðrar forstofu. Á efri hæð eru svefnrými með kojum. Alls rúmast 73 gesti í kojum. Auk gistiskála er gott hreinlætishús með vatnssalernum og sturtum, viðdvalarhús fyrir dagsgesti og verslunarhús. Skálinn er kyntur með olíuvélum, sem einnig eru notaðar til eldamennsku. Þar eru pottar, pönnur og leirtau og skálaverðir á sumrin. Sími frá 15. maí til 30. september er  893 1191.

 GPS: N63°40,960 W19°36,860 
Skagafjörðsskáli í Langadal, Þórsmörk.  Gas til eldunar, vatn, wc, útigrill.

Hvað er í boði