Fara í efni

Viðeyjarferjan

Eyjuna Viðey á Kollafirði þarf vart að kynna enda er hún einstök náttúruperla í hjarta Reykjavíkur. Viðey er frábær staður fyrir einstaklinga, vini, fjölskyldur og aðra hópa sem vilja eiga skemmtilegar samverustundir í fallegri náttúru. Það tekur einungis nokkrar mínútur að sigla frá Skarfabakka yfir til Viðeyjar og þegar þangað er komið geta gestir litið á hin fjölmörgu listaverk sem Viðey hefur að geyma, fræðst um sögu eyjunnar, notið náttúrunnar eða kíkt í kaffi í Viðeyjarstofu.

Siglingaáætlun 

Viðeyjarstofa: Viðeyjarstofa er merkur og fallegur sögustaður. Húsið var upphaflega byggt sem embættisbústaður Skúla Magnússonar á árunum 1752-1755. Árið 1988 lauk umfangsmiklum endurbótum en yfirbragði hússins hefur verið haldið sem upprunalegustu. Í dag er rekið kaffihús og veitingarstaður í Viðeyjarstofu. Viðeyjarstofa er opin í tengslum við ferjusiglingar en einnig er hægt að bóka stofuna fyrir stóra sem smáa hópa og þykir frábær kostur fyrir fundi, veislurog fjölbreyttar uppákomur.

Frekari upplýsingar um verð og áætlun er að finna á heimasíðu Viðeyjar; www.videy.com. Á síðunni finnurðu einnig upplýsingar um sumar og vetrardagskrá í eyjunni.

Hvað er í boði