Fara í efni

Sægreifinn

Sægreifinn er ekki neinu öðru líkur í veitingahúsaflóru Íslendinga. Sjálft húsnæðið er hluti af atvinnu- og menningarsögu Reykjavíkur, dýrindis sjávarfang er fært þar á diska, umhverfið er gamla höfnin í Reykjavík og mannlífið fjölþjóðlegt.

Grillaður fiskur á spjóti og humarsúpa hafa frá upphafi verið aðalsmerki Sægreifans og þeir réttir sem staðurinn er þekktur fyrir, hérlendis og erlendis.

Margir unnendur sjávarfangs komast ekki upp með það heima hjá sér að sjóða og borða skötu eða siginn fisk með hömsum, signa grásleppu og fleiri álíka eðalrétti.

Þeir hinir sömu eiga sér öruggt skjól á Sægreifanum og hafa myndað óformleg hollvinasamtök um veitingareksturinn þar.

Gestir tala oft um hve notalegt sé að eiga stund í góðum hópi að degi eða kvöldi hérna í betri stofuni á efri hæðinni. Þeir hafa jafnvel líkt henni við vistlegan sumarbústað fjarri heimsins glaumi.

Tökum á móti hópum.

 

Hvað er í boði