Fara í efni

Lyfjafræðisafnið

Lyfjafræðisafnið er á Seltjarnarnesi í næsta nágrenni við Nesstofu sem var byggð 1761-1767 til að hýsa fyrsta landlækninn og fyrsta apótekið á Íslandi.

Lyfjafræðisafnið hefur safnað bæði munum, myndum, bókum og skjölum, sem tengjast sögu lyfjafræðinnar og stefnt er að áframhaldandi söfnun. Í safninu eru til sýnis helstu tæki, sem notuð hafa verið til lyfjagerðar,  þó er stærsti  hlutinn frá fyrri hluta síðustu aldar. Einnig eru í safninu sýnishorn af apóteksinnréttingum frá fyrstu tugum síðustu aldar.

Lyfjafræðisafnið er sjálfseignarstofnun í tengslum við Lyfjafræðingafélag Íslands. Í stjórn safnsins eru lyfjafræðingar, kosnir á aðalfundi Lyfjafræðingafélagsins til fjögurra ára í senn. Safnhúsið er skuldlaus eign allra lyfjafræðinga á Íslandi.

Í Urtagarðinum í Nesi er að finna safn urta sem ýmist hafa gegnt hlutverki í lækningum eða verið nýttar til næringar og heilsubótar.

Lyfjafræðisafnið er opið á laugadögum og sunnudögum frá og með 17. júní til og með 13. ágúst kl 13:00 til 17:00 og á öðrum tímum samkvæmt samkomulagi.

Hvað er í boði