Fara í efni

Þjóðminjasafn Íslands

Í Þjóðminjasafni Íslands er  grunnsýningin, Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár. Þar er saga þjóðarinnar sögð, allt frá landnámi til okkar daga.

Sérsýningar safsnins eru fjölbreyttar og þeim ætlað að höfða til mismunandi hópa. Flestar þeirra byggja á safneigninni og rannsóknum fræðimanna á henni. Sérsýningar eru í Bogasal og í Horninu, í Myndasal og á Veggnum auk smærri sýninga á Torgi.  Tekið er mið af gestum á öllum aldri en hljóðleiðsögn og ratleikir eru ítarefni sem veita innsýn í sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til samtímans.

Þjóðminjasafnið býður reglulega leiðsagnir fyrir börn og fullorðna en einnig eru haldnir fyrirlestrar í safninu. Í safninu er Safnbúð með fjölbreyttu úrvali af íslenskri hönnun. Í næsta nágrenni er Háma, þar sem hægt er að fá fjölbreyttar veitingar.

Hvað er í boði