Fara í efni

Nýlistasafnið

Nýlistasafnið var stofnað árið 1978 af breiðum hópi myndlistamanna, sumir hverjir höfðu verið meðlimir í SÚM og aðrir voru enn við nám. Nýló er listamannarekið safn og sýningarrými, vettvangur uppákoma, umræðna og gagnrýnar hugsunar.    

Markmið Nýlistasafnsins eru að:
• vera miðstöð nýrra strauma og tilrauna í myndlist
• efla hugmyndafræðilega umræðu um samtímalist
• vera vettvangur fyrir unga myndlistarmenn
• gegna almennum skyldum listasafns um söfnun og miðlun
• safna og varðveita listaverk eftir velunnara safnsins
• styrkja stöðu sína sem helsta samtímalistastofnun landsins

Hvað er í boði