Fara í efni

Iðnaðarsafnið

Iðnaðarsafnið á Akureyri geymir muni sem tengjast iðnaði og iðnframleiðslu liðinna tíma. Þar er að finna fjölda véla og tækja sem notuð voru til framleiðslu á allskyns nytjahlutum og iðnvarningi.

Á efri hæð safnsins er sýning á hinni víðtæku fata- og skóframleiðslu sem fram fór á Akureyri á liðinni öld. Hver man ekki eftir Duffys gallabuxum, Skinnu mokkajökkum, Hekluúlpum og Iðunnarskóm?

Opnunartími:

1. júní - 31. ágúst:
10-17 alla daga.

1. sept - 31. maí:
13-16 föstudaga til sunnudaga.
Lokað mánudaga til fimmtudaga.

Hvað er í boði