Fara í efni

Sögusetur Íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins var stofnað að Hólum í Hjaltadal 9. júní 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Háskólanum á Hólum og gert að sjálfseignarstofnun árið 2006.

Setrið er alþjóðleg miðstöð þekkingar og fræðslu um íslenska hestinn og miðlar þekkingu í gegnum fyrirlestra, málþing, greinaskrif, stafræna miðlun og sýningahald. Þá leitast setrið við að eiga í góðu samstarfi við hestamannafélög, menningarstofnanir, fræðasamfélagið og aðra ferðaþjónustuaðila á svæðinu.

Sýningar:

Á grunnsýningunni Íslenski hesturinn, sem er byggð upp með leikmyndum, kvikmyndum, myndskeiðum og munum er stigið aftur í tímann og mikilvægi hestsins skoðað í sögulegu samhengi. Þar má einnig berja Theodorsstofu augum þar sem minningu Theódórs Arnbjörnssonar fyrrum hrossaræktarráðunauts er haldið á lofti. Báðar sýningarnar voru settar upp í samstarfi við Byggðasafn Skagfirðinga.

Á efri hæð setursins er sýningin Hesturinn okkar: Litbrigði, ættir og saga, tímabundin sýning sem opnaði árið 2025. Þar má m.a. virða fyrir sér fróðleik um litaerfðir íslenska hestsins og ýmsa gripi tengdum merkum hestum og mönnum.

Opnunartími 2025

1. júní - 31. ágúst: Opið kl. 10-16 (lokað á mánudögum)
1. september - 31. maí: Lokað

Aðgangseyrir 2025

1.500 kr. fullorðnir
1.300 kr. hópar, nemendur og eldri borgarar (67+)
0 kr. börn (0-17 ára)
Opnunargjald utan auglýsts opnunartíma setursins er 10.000 kr.

Hvað er í boði