Fara í efni

Íslenski barinn

Þann 22. janúar 2009 varð Íslenski barinn til, allavega sem hugmynd en skömmu síðar sem fullskapaður staður. Þetta var daginn sem táragasi var beitt á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni. Hundruðir flúðu gasið og fengu aðhlynningu frá starfsfólki jafnt og gestum sem höfðu verið inni á staðnum þegar gashylkin sprungu fyrir utan. Þarna áttaði fólkið sig á hvað skipti máli, hve römm taugin er og hve gott var að hafa stuðning hvert af öðru.x Íslenski barinn hélt áfram að vera skjól skelfdri þjóð og staður til að ræða málin.

Ekkert varir að eilífu og svo fór að Íslenski barinn vék fyrir nýjum stað. Hann lagðist í híði í á annað ár en þá var það sem stofnandi Íslenska barsins rétti keflið til valkyrju sem áður starfaði þar. Úr varð að fyrrum veitingastjórinn, Veronika, tók stökkið og hóf annan kafla í sögu Íslenska barsins. Augljóslega má sjá að sál staðarins er sú sama en umgjörðin er betri á Ingólfsstræti. Á fyrsta degi, 2. mai 2014 mátti sjá kunnugleg andlit gesta frá gamla staðnum, fólkið sem þá hópaðist saman til að reyna að átta sig á erfiðum tímum. Það kemur nú til að plana framtíðina, viðra hugmyndir og hefja sókn.x

Það er okkur sönn ánægja að hafa þig með okkur inn í framtíðina, þú ert í góðum félagsskap. Ævintýri enn gerast!

Hvað er í boði