Fara í efni

Fiskmarkaðurinn

Ferskt, framandi og ógleymanlegt

Fiskmarkaðurinn var stofnaður í ágústmánuði árið 2007, af þeim Hrefnu Sætran meistarakokki og Ágústi Reynissyni meistaraþjóni. Leitast er við að bjóða gestum hágæða afurðir úr fersku íslensku hráefni, í bland við kraftmikið og hlýlegt andrúmsloft, enda hefur Fiskmarkaðurinn notið mikilla vinsælda allt frá opnun. Vel er fylgst með stefnum og straumum í matreiðslu og höfum við í raun aldrei verið betri en akkúrat núna! 

Hvort sem þú vilt kíkja með vinum í drykk, njóta kvöldverðar með fjölskyldunni eða nýta hádegið í stuttan viðskiptafund – þá tökum við vel á móti þér.

Hvað er í boði