Fara í efni

Tjaldsvæðið Systragili

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

Verið hjartanlega velkomin í kyrrð og skjólsælt umhverfi þar sem birkið angar og rjúpan ropar.

Tjaldsvæðið Systragil er 13 km frá Akureyri í austurátt við bæinn Hróarsstaði við veg 833, fimm km frá þjóðvegi 1, staðsett gegnt stærsta birkiskógi landsins, Vaglaskógi. Einnig er gistiheimilið Rjúpa í landi Hróarsstaða. Á tjaldsvæðinu er gott aðgengi að rafmagni, upphituð klósett og rúmgóð sturta, aðstöðuhús þar sem hægt er að elda og matast og frítt internet.

Í næsta nágrenni er sundlaug og ferðamannabúð á Illugastöðum. Merktar gönguleiðir eru bæði í Vaglaskógi og upp með Systragili. Mikill gróður og lækurinn Systralækur. Í hlíðunum fyrir ofan tjaldstæðið eru melar og skóglendi og þar má finna mikið af berjum og sveppum.

Tjaldsvæðið Systragil er miðsvæðis á Norðurlandi. Stutt er í 9 holu golfvöll, Lundsvöllur (3 km), Goðafoss (25 km), Akureyri (13 km) Húsavík (65 km) og Mývatnssveit (65 km).
Akureyri (13 km), Laufás (20 km), Goðafoss (25 km), Húsavík (65 km) og Mývatnssveit (65 km).

Við bjóðum upp á svefnpokagistingu í gistiheimilinu Rjúpan "Rjúpa Guesthouse" í aðeins 500 m fjarlægð.

Hvað er í boði