Fara í efni

Sundlaug Akureyrar

Sundlaug Akureyrar er vatnaparadís fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna tvær 25 metra útilaugar og 12,5 metra innilaug. Þrjár rennibrautir eru á svæðinu sem njóta mikilla vinsælda. Á útisvæði eru fjórir heitir pottar, tvær vaðlaugar og kaldur pottur. Í yfirbyggðum sal er volgur innipottur. Auk þess er á sumrin sólbaðsaðstaða og leiksvæði með gervigrasi

Afgreiðslutími:

Sumartími (4. júní-28. ágúst)
- Mánudaga - föstudaga 6:45-21:00
- Laugardaga 8:00-21:00
- Sunnudaga 8:00-19:30 

Vetrartími (29. ágúst - 3. júní)
- Mánudaga - föstudaga 6:45-21:00
- Laugardaga og sunnudaga 9:00-19:00

Páskar: Skírdag, föstudaginn langa, laugardag fyrir páska, páskadag og annar í páskum: Opið 09:00-19:00. 

Jól og áramót: 23. des. 06:45-18:00, 24. des. 06:45-12:00, 25. des. lokað, 26. des. 11:00-19:00, 31. des. 06:45-12:00, 1. jan. lokað. 

Aðrir hátíðisdagar: Sumardagurinn fyrsti, uppstigningardagur, hvítasunnudagur og annar í hvítasunnu 09:00-19:00. Frídagur verslunarmanna 08:00-19:30.

Ath. sundlaugin er lokuð 1.5 og 17.6.

Hvað er í boði

Hleðslustöðvar

Staðsetning Þjónustuaðili Tenglar
Ísorka 2 x 22 kW (Type 2)