Fara í efni

Sundhöllin Selfossi

Sundhöll Selfoss er staðsett í miðbæjarkjarna Selfoss í göngufæri frá helstu verslun og þjónustu. Við sundlaugina er næg bílastæði allt í kring fyrir gesti. Í Sundhöll Selfoss er barna- og 18 metra innilaug, 25 metra útilaug, barnalaug með þremur rennibrautum, vaðlaug, vatnsgufa, sauna og heitir og kaldir pottar. Fjórir búningsklefar eru við sundhöllina, tveir inniklefar og tveir útiklefar, sér búningsaðstaða er fyrir fatlaða í inni- og útiklefum. Ný viðbygging var opnuð sumarið 2015 sem gjörbylti allri aðstöðu við Sundhöllina en bætt var við barnalaug inni, nýrri afgreiðslu og stærri búningsklefum.

Heilsuræktarstöðin World Class hefur aðstöðu á efri hæð Sundhallarinnar en sameiginleg afgreiðsla er fyrir hana og sundlaugina. Sundhöll Selfoss er ein af stærstu sundlaugum á Suðurlandi en árlega koma um 200 þúsund gestir í laugina.  

Opnunartímar:

- Sumar (1. júní til 14. ágúst):
Virka daga frá 06:30 til 21:30
Helgar frá 09:00 til 19:00

- Vetur (15. ágúst til 31. maí):
Virka daga frá 06:30 til 21:30
Helgar frá 09:00 til 18:00

Verð:
Gjaldskrá Sundlauga Árborgar 2023
Gildir frá 1.janúar 2023 

Fullorðnir (18 - 66 ára):
Stakt skipti 1.250 kr.
10 skipta kort 4.900 kr.
30 skipta kort 9.700 kr.
Árskort 35.000 kr. 

Börn (10 - 17 ára):
Stakt skipti börn 180 kr.*
10 skipta barnakort 1.400 kr.
30 skipta barnakort 3.800 kr.
*Börn búsett í Sveitarfélaginu Árborg fá gefins árskort 

Öryrkjar og eldri borgarar:
67 ára og eldri 220 kr.
Eldri borgarar búsettir í Sveitarfélaginu Árborg fá ókeypis aðgang

Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti 

Leiga:
Leiga sundfata 950 kr.
Leiga handklæða 950 kr.
Tilboð leiga handkl/sundföt/sund 1.900 kr. 

Hvað er í boði