Fara í efni

Stuðlagil Canyon Tjaldsvæði

Rúmgott tjaldsvæði með salerni og sturtum ásamt eldunar- og uppvöskunaraðstöðu. 

Rafmagn er í boði fyrir húsbíla (Vinsamlegast athugið að ekki er boðið upp á að hlaða rafmagnsbíla)

Stuðlagil Markaður er opinn alla daga frá byrjun maí til október. Boðið upp á mjög fjölbreytt úrval af handunnum vörum. Vörurnar eru allar úr héraði aðallega frá konum af Jökuldal og nágrenni.

Matarvagninn býður ferðalöngum upp á léttar veitingar frá maí fram í september. Þar er meðal annars að finna nýbakað bakkelsi og kaffi, súpu og fleira.  

Mikil og stórfengleg náttúra á staðnum og 200 metrum frá Stuðlagili. Fjölmargar dagleiðir frá tjaldsvæðinu til að njóta alls sem austurland hefur uppá að bjóða.

Hvað er í boði