Fara í efni

Smiðjan brugghús

Smiðjan brugghús er handverksbrugghús og veitingastaður sem vara stofnað af hópi af fjölskyldu og vinum árið 2017. Smiðjan er staðsett í hjarta Víkur í eldra iðnaðarhúsnæði, þar getur þú notið útsýnis upp í fallegar hlíðar Reynisfjalls eða inn í brugghús á meðan þú slakar á og færð þér mat og fyrsta flokks handverksbjór. 

Við erum einstaklega stolt af bjórnum okkar og mat. Okkar sérgrein eru þykkir og safaríkir hamborgarar, vængir og grísa spare ribs elduð upp úr Stuck at home milk stout. 

Við bjóðum upp á brugghústúra þar sem við leiðum ykkur í gegnum brugghúsið og segjum ykkur söguna af því hvernig Smiðjan varð til og sögu fyrirtækisins. Við segjum ykkur frá sögu bjórsins og kynnum ykkur fyrir bruggferli bjórs. Á meðan
brugghústúrnum stendur bjóðum við ykkur bjórsmakk af hinum ýmsu bjórum sem framleiddir eru á staðnum. Túrinn tekur um 30-45 min og þarf að bóka fyrirfram. 

Matseðilinn okkar er aðgengilegur hér .

Hvað er í boði