Fara í efni

Ferðaþjónusta bænda Skútustöðum

Á Skútustöðum eru tvenns konar gistimöguleikar í boði:

Við erum með 15 herbergi. 9 herbergi eru með sameiginlegu baði (1-2-3 manna herbergi). Svo erum við með 5 herbergi með sér baði (2 manna herbergi). og svo erum við með 1 fjölskylduherbergi þar sem er hjónarúm, koja og sér baðherbergi. Öll herbergin hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi og setustofu. Fyrir utan þessi herbergi erum við með eitt 2 herbergja sumarhús sem er með sér eldhúsi, setustofu, baðherbergi og svefnlofti.

Boðið er uppá morgunverðarhlaðboð og gestir hafa aðgang að eldhúsi.

Tjaldstæðinu á Skútustöðum hefur verið lokað!

Mývatnssveit býður upp á margs konar afþreyingarmöguleika sem byggjast á náttúrufegurð svæðisins, gróðri þess og fuglalífi.

Sem dæmi um nokkra áhugaverða staði í Mývatnssveit má nefna: Skútustaðagígar, Grjótagjá, Stóragjá, Kröflusvæðið, Hverfjall, Laxá, Vindbelgur, Dimmuborgir, Seljahjallagil, Bjarnarflag, Höfði, Námafjall, Lofthellir, Lúdent og Þrengslaborgir.

Besta leiðin til að upplifa fegurð þessara staða, kyrrð náttúrunnar og fjölbreytilegt fuglalífið er með gönguferðum en einnig er að finna í Mývatnssveit hestaleigur, hjólaleigur og skipulagðar hóperðir með bílum.

Í Mývatnssveit er einnig hægt að njóta afslöppunnar í sundi. Um er að ræða annars vegar útisundlaug með heitapottum og hins vegar svokölluð Jarðböð sem opnuðu fyrir stuttu síðan.

Hvað varðar áhugaverða staði í næsta nágrenni Mývatnssveitar þá má sem dæmi nefna: Herðubreið og Herðubreiðarlindir, Askja og Víti, Kverkfjöll, Dettifoss og Þjóðgarðurinn við Jökulsárgljúfur, Tjörnes og hvalaskoðun á Húsavík.

Hvað er í boði