Fara í efni

Skíðasvæðið í Kröflu

Skíðasvæðið í Kröflu er frábær viðbót í vetrarafþreyingu við Mývatn. Skíðasvæðið er opið samkvæmt auglýsingu hverju sinni sem er birt á heimasíðu skíðasvæðisins. Vinsæll möguleiki er að leigja skíðasvæðið fyrir sinn hóp gegn vægu gjaldi og þá er einnig hægt að kaupa auka þjónustu eins og sérstakt gönguskíðaspor. 

Mývetningar ætla í sameiningu
að reyna að halda úti gönguskíðaspori í vetur en oftast eru spor í kring um
Skútustaði, í Kröflu, Vogum og við Jarðböðin. Mikilvægt er að kynna sér hvar sé
búið að spora áður en haldið er af stað en Jarðböðin ætla sér að halda úti
gönguskíðaspori svo lengi sem veður leyfir.

Hvað er í boði